Tottenham er komið áfram í átta liða úrslit Evrópudeildar karla í knattspyrnu eftir sigur á AZ Alkmaar, 3:1, í Lundúnum í kvöld.
AZ Alkmaar vann fyrri leikinn í Hollandi, 1:0, og kemst Tottenham því áfram með 3:2-samanlögðum sigri.
Wilson Odobert skoraði tvö mörk fyrir Tottenham og James Maddison hitt. Peer Koopmeiners skoraði þá mark AZ.
Þá eru einnig Athletic Bilbao, Frankfurt, Lazio, Bodö/Glimt, Lyon, Rangers og Manchester United.
Átta liða úrslitin:
Rangers - Athletic Bilbao
Lyon - Manchester United
Tottenham - Frankfurt
Bodö/Glimt - Lazio