Varð hræddur við svefnlyf

Christian Nörgaard er fyrirliði Brentford.
Christian Nörgaard er fyrirliði Brentford. AFP/Ben Stansall

Daninn Christian Nörgaard, fyrirliði enska knattspyrnufélagsins Brentford, hafði áhyggjur að hann yrði háður svefnlyfjum ef ekki hefði verið fyrir afskipti svefnþjálfara félagsins. 

Nörgaard, sem hefur verið lykilmaður hjá Brentford undanfarin ár, byrjaði að taka svefntöflur þegar hann var leikmaður Bröndby í heimalandinu. 

Hafði hann þá áhyggjur að svefnleysið myndi hafa áhrif á frammistöðu hans á vellinum. Í kjölfarið fór Daninn að hafa áhyggjur fyrir hvern leik hvort hann ætti að nota töflurnar eða ekki. 

Eigin koddi, sturta og lesa meira

Þetta segir hann allt í samtali við BBC en Anna West, sem hefur unnið hjá Brentford síðan 2016, hjálpaði honum að komast yfir þetta. 

Hún ráðlagði honum aðferðir til að hætta að taka töflurnar sem virkuðu. Hann segist henni ævinlega þakklátur fyrir það. 

Nú segist Nörgaard að smærri venjur, eins og að taka eigin koddi á útileiki, fara í sturtu fyrir svefninn og að lesa hjálpi honum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert