33 ára nýliði í enska landsliðinu

Dan Burn er kominn í enska landsliðshópinn.
Dan Burn er kominn í enska landsliðshópinn. AFP/Paul Ellis

Dan Burn, varnarmaður Newcastle, er í fyrsta landsliðshópnum hjá nýjum þjálfara enska landsliðsins í knattspyrnu, Þjóðverjanum Thomas Tuchel.

Burn er 33 ára  gamall og gæti orðið elsti nýliðinn í sögu enska landsliðsins.

Myles Lewis-Skelly, hinn efnilegi leikmaður Arsenal, er líka í hópnum í fyrsta sinn og þá eru Marcus Rashford og Jordan Henderson valdir á ný í landsliðið eftir nokkurt hlé.

Englendingar búa sig undir tvo fyrstu leiki sína í undankeppni HM, sem eru heimaleikir gegn Albaníu og Lettlandi 21. og 24. mars.

Hópurinn er þannig skipaður:

Markverðir:
Dean Henderson
Jordan Pickford
Aaron Ramsdale
James Trafford

Varnarmenn:
Dan Burn
Levi Colwill
Marc Guéhi
Reece James
Ezri Konsa
Myles Lewis-Skelly
Tino Livramento
Jarell Quansah
Kyle Walker

Miðjumenn:
Jude Bellingham
Eberechi Eze
Jordan Henderson
Curtis Jones
Cole Palmer
Declan Rice
Morgan Rogers

Sóknarmenn:
Jarrod Bowen
Phil Foden
Anthony Gordon
Harry Kane
Marcus Rashford
Dominic Solanke

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert