Arsenal reiðubúið að eyða 52 milljörðum?

Mikel Arteta er knattspyrnustjóri Arsenal.
Mikel Arteta er knattspyrnustjóri Arsenal. AFP/Glyn Kirk

Enska knattspyrnufélagið Arsenal er reiðubúið að eyða 300 milljónum punda, eða 52 milljörðum króna, í nýja leikmenn fyrir karlaliðið næsta sumar. 

Arsenal er í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir ákveðið vonbrigðatímabil í deildinni en liðið er 15 stigum á eftir toppliði Liverpool. 

Þó er Arsenal-liðið komið áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar og mætir Real Madrid þar. 

Forráðamenn Arsenal ákváðu að kaupa engan sóknarmann í janúar þrátt fyrir mörg meiðsli í framlínu liðsins. Samkvæmt miðlum á Englandi var það til að styrkja enn frekar stöðu félagsins í sumar. 

Nú segir blaðamaðurinn Ben Jacobs að Arsenal séu með 300 milljónir punda til að eyða í sumar. 

Félagið er meðal annars á eftir Alexander Isak og Bruno Guimaraes lykilmönnum Newcastle, Marin Zubimendi, miðjumanni Real Sociedad, og Nico Williams, kantmanni Ahtletic Bilbao. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert