Til stóð að Thomas Tuchel, þjálfari enska karlalandsliðsins í knattspyrnu, myndi velja Ollie Watkins, sóknarmann Aston Villa, í fyrsta landsliðshóp sinn en ákvað í samráði við Watkins að gera það ekki vegna smávægilegra meiðsla sem hann glímir við.
Watkins var skipt af velli í hálfleik í 3:0-sigri Villa á Club Brugge í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu á miðvikudag og greinir Sky Sports frá því að það hafi verið vegna hnémeiðsla.
Tuchel og Watkins hafi rætt saman og sammælst um að sóknarmaðurinn myndi hvíla í komandi landsliðsverkefni Englands.