„Eru mjög strangir á Englandi“

Ivan Juric, knattspyrnustjóri Southampton.
Ivan Juric, knattspyrnustjóri Southampton. AFP/Oli Scarff

Ivan Juric, knattspyrnustjóri botnliðs Southampton í ensku úrvalsdeildinni, segir pólska miðvörðinn Jan Bednarek ekki geta tekið þátt í leik liðsins gegn Wolves í deildinni á morgun vegna þess að hann fékk heilahristing í leik gegn Liverpool um síðustu helgi.

Samkvæmt reglum úrvalsdeildarinnar má Bednarek ekki taka þátt í leiknum.

„Bednarek verður ekki með í leiknum því reglurnar eru mjög strangar. Hann hefur ekki jafnað sig eins fljótt og ég hefði vonað vegna þess að þér verður að líða vel á hverjum degi samkvæmt reglunum.

Á þriðjudeginum leið honum ekki vel. Á Englandi eru þeir mjög strangir hvað þetta varðar,“ sagði Juric á fréttamannafundi í dag.

Þar greindi hann einnig frá því að Will Smallbone sé að glíma við nárameiðsli og verði því ekki heldur með gegn Úlfunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert