Moyes jafnar metin við Guardiola

David Moyes kom aftur til Everton í vetur eftir tæplega …
David Moyes kom aftur til Everton í vetur eftir tæplega 12 ára fjarveru og hefur þegar sett svip sinn á liðið. AFP/Justin Tallis

David Moyes, knattspyrnustjóri Everton, var í dag útnefndur knattspyrnustjóri febrúarmánaðar í ensku úrvalsdeildinni.

Þetta er í ellefta skipti á ferlinum sem Skotinn er valinn stjóri mánaðarins, en í fyrsta skipti í tólf ár. Hann jafnaði með því við Pep Guardiola, stjóra Manchester City, sem hefur verið valinn ellefu sinnum, en aðeins Alex Ferguson og Arsene Wenger hafa oftar fengið þessa viðurkenningu.

Moyes var síðast valinn stjóri mánaðarins í mars 2013 en þá var hann að ljúka fyrri dvöl sinni hjá Everton. Hann kvaddi félagið þá um vorið eftir að hafa stýrt því í ellefu ár og tók við stjórastarfinu af Ferguson hjá Manchester United.

Þá bendir Everton á að í dag séu nákvæmlega 23 ár síðan Moyes var fyrst ráðinn knattspyrnustjóri Everton, árið 2002.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert