Salah bestur í febrúar

Mohamed Salah hefur fagnað mörkum mjög oft í vetur.
Mohamed Salah hefur fagnað mörkum mjög oft í vetur. AFP/Paul Ellis

Mohamed Salah, kantmaður Liverpool, var í dag útnefndur besti leikmaður febrúarmánaðar í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Salah skoraði sex mörk og lagði upp fjögur fyrir Liverpool í febrúar en hann hefur nú jafnað við þá Harry Kane og Sergio Agüero sem sá leikmaður sem oftast hefur fengið þessa viðurkenningu í sögu úrvalsdeildarinnar.

Salah er markahæsti leikmaður deildarinnar með 27 mörk og hefur líka átt langflestar stoðsendingar á tímabilinu, eða 17 talsins. Hann hefur því komið með beinum hætti að 44 af þeim 69 mörkum sem Liverpool hefur skorað í 29 leikjum í deildinni í vetur.

David Moyes hjá Everton var kjörinn knattspyrnustjóri febrúarmánaðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert