Útskýrir umdeilda valið

Thomas Tuchel er þjálfari enska karlalandsliðsins.
Thomas Tuchel er þjálfari enska karlalandsliðsins. AFP/Henry Nicholls

Jor­d­an Hend­er­son, leikmaður Ajax og fyrr­ver­andi fyr­irliði Li­verpool til margra ára, er í enska landsliðshópn­um í knatt­spyrnu í fyrsta sinn í rúmt eitt og hálft ár. 

Þjóðverj­inn Thom­as Tuchel, nýr þjálf­ari enska landsliðsins, valdi sinn fyrsta hóp í dag og birti enska knatt­spyrnu­sam­bandið stutt mynd­band í til­efni þess. 

Þar út­skýrði hann meðal ann­ars hví Hend­er­son varð fyr­ir val­inu, en marg­ir Eng­lend­ing­ar eru hissa á því að hann sé að koma aft­ur í landsliðið 34 ára gam­all. 

„Ég valdi Hend­er­son því hann hef­ur átt frá­bær­an fer­il. Ásamt því er ég svo ánægður með hvernig hann er að spila og bera sig hjá Ajax. 

Hann er mik­ill karakt­er og er einn af leiðtog­um liðsins. Ég tel hann mik­il­væg­an til að mynda sam­heldni í liðinu sem fyrst“ sagði Tuchel. 

Jordan Henderson.
Jor­d­an Hend­er­son. AFP/​Maurice van Steen
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert