Vill snúa aftur í enska landsliðið

Ben White hefur ekki verið í leikmannahópi Englands síðan á …
Ben White hefur ekki verið í leikmannahópi Englands síðan á HM 2022. AFP/Glyn Kirk

Ben White, varnarmaður Arsenal, vill snúa aftur í enska knattspyrnulandsliðið en þetta sagði Þjóðverjinn Thomas Tuchel, þjálfari liðsins, á blaðamannafundi í dag. 

White hefur ekki verið í hópnum hjá Englandi síðan á HM 2022. Þá lenti hann upp á kant við Steve Hol­land, sem var aðstoðarþjálf­ari Ga­reths Southga­tes, og bað um að vera ekki valinn eftir það. 

Tuchel hefur hins vegar verið í sambandi við White og vill ólmur fá hann í landsliðið. 

Þjóðverjinn var spurður út í White á blaðamannafundi og sagði að hann hafi ekki verið valinn í landsliðið í þetta sinn þar sem hann er að koma til baka úr meiðslum. 

„Ég er mjög ánægður að hann sé farinn að æfa og spila aftur. Við fylgjumst með honum og erum í bandi við hann. 

Hann vill koma aftur í landsliðið, mér fannst það bara of snemmt í þetta skipti,“ svaraði Tuchel. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert