Manchester City og Brighton gerðu 2:2-jafntefli í hörkuleik í 29. umferð í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu í dag.
City er í fimmta sæti deildarinnar með 48 stig en Brighton er í sjöunda sæti með jafn mörg stig og Newcatle í sjötta og aðeins einu stigi á eftir City.
Erling Haaland kom City yfir eftir aðeins ellefu mínútur af vítapunktinum eftir að Adam Webster, fyrirliði Brighton, tæklaði Omar Marmoush inni í teig.
Pervis Estupián jafnaði metin á 21. mínútu beint úr aukaspyrnu af um 18 metra færi.
City komst aftur yfir undir lok fyrri hálfleiks en markið skoraði Marmoush eftir fyrirgjöf frá Illkay Gundogan og staðan var 2:1 fyrir heimamönnum í hálfleik.
Abdukodir Khusanov sem kom til City frá Lens í janúarglugganum varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark í upphafi seinni hálfleiks eftir hornspyrnu og leikurinn endaði 2:2.