Gamall lærisveinn Amorim á leið til Chelsea

Dário Essugo, til hægri, í leik með Las Palmas í …
Dário Essugo, til hægri, í leik með Las Palmas í vetur. AFP/Manaure Quintero

Enska knattspyrnufélagið Chelsea hefur náð samkomulagi við Sporting Lissabon um kaup á Portúgalanum Dário Essugo. Félagaskiptamógúllinn Fabrizio Romano greinir frá þessu á samfélagsmiðlum sínum.

Chelsea mun greiða 22 milljónir evra fyrir hinn 20 ára Essugo sem mun ganga til liðs við Chelsea í sumar og skrifa undir sjö ára samning.

Essugo er á láni hjá Las Palmas í efstu deild Spánar á þessari leiktíð. Hann hefur byrjað 17 leiki fyrir félagið en liðið situr í 19. sæti deildarinnar.

Þetta er annar leikmaðurinn sem Chelsea sækir frá Sporting á skömmum tíma en greint var frá því fyrr í vikunni að Geovany Quenda myndi ganga til liðs við Lundúnaliðið árið 2026. 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert