Haaland fyrstur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar

Erling Haaland fagnar marki sínu í dag.
Erling Haaland fagnar marki sínu í dag. AFP/Oli Scarff

Norðmaðurinn Erling Haaland er fyrsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar frá stofnun hennar frá árinu 1992 til að skora eða leggja upp 100 mörk í færri en 100 leikjum.

Haaland gekk til liðs við Manchester City sumarið 2022 og hefur í 94 leikjum skorað 84 mörk og lagt upp 16 að auki. Hann hefur tvisvar orðið Englandsmeistari með félaginu og hefur í bæði skiptin orðið markakóngur deildarinnar.

Haaland náði afrekinu þegar hann kom Man. City yfir, 1:0, gegn Brighton í dag. Staðan er 2:1 fyrir City í hálfleik en Ekvadorinn Pervis Estupinán skoraði mark Brighton og Omar Marmoush skoraði annað mark City. 

Hægt er að fylgjast með leiknum í beinni útsendingu á mbl.is. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert