Það styttist í endurkomu Bukayo Saka, leikmanns Arsenal í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu.
Saka hefur verið frá vegna meiðsla aftan í læri síðan í desember en nær mögulega leik Arsenal gegn Real Madrid í Meistaradeild Evrópu þann 8. apríl.
Hann átti að koma aftur á völlinn í lok febrúar en það gekk ekki upp. Mikel Arteta knattspyrnustjóri Arsenal sagði að í næstu viku fari hann að hlaupa og sparka í bolta og eftir það fari hann í leiklíkari æfingar.