Nottingham Forest vann sannfærandi útisigur gegn Ipswich, 4:2, á Portman Road í 29. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag.
Staðan í hálfleik var 3:0 fyrir Forest en Anthony Elanga skoraði tvö mörk og Nikola Milenkovic eitt.
Jens Cajuste minnkaði muninn fyrir Ipswich á 82. mínútu og aðeins fimm mínútum síðar skoraði Jota Silva fjórða mark Forest. George Hirst minnkaði aftur muninn fyrir heimamenn í uppbótartíma.
Forest er áfram í þriðja sæti deildarinnar með 54 stig. Ipswich er í 18. sæti með 17 stig, níu stigum frá Wolves í öruggu sæti.
Úlfarnir lögðu botnlið Southampton að velli, 2:1, á suðurströndinni í dag.
Norðmaðurinn Jørgen Strand Larsen skoraði bæði mörk Wolves en Paul Onuachu skoraði mark Dýrlinganna.
Wolves er í 17. sæti með 26 stig en Southampton er á botninum með níu stig.
Að lokum skildu Everton og West Ham jöfn, 1:1, á Goodison Park í dag.
Tomas Soucek kom West Ham yfir á 67. mínútu en Jake O’Brien jafnaði metin fyrir heimamenn í uppbótartíma.
Everton er í 14. sæti með 34 stig, jafnmörg stig og West Ham sem er í 16. sæti á verri markatölu