Sex marka veisla í Ipswich

Anthony Elanga skoraði tvö mörk fyrir Forest í dag.
Anthony Elanga skoraði tvö mörk fyrir Forest í dag. AFP/Paul Ellis

Nott­ing­ham For­est vann sann­fær­andi útisig­ur gegn Ipswich, 4:2, á Portman Road í 29. um­ferð ensku úr­vals­deild­ar­inn­ar í dag.

Staðan í hálfleik var 3:0 fyr­ir For­est en Ant­hony Elanga skoraði tvö mörk og Ni­kola Milen­kovic eitt.

Jens Caju­ste minnkaði mun­inn fyr­ir Ipswich á 82. mín­útu og aðeins fimm mín­út­um síðar skoraði Jota Silva fjórða mark For­est. Geor­ge Hirst minnkaði aft­ur mun­inn fyr­ir heima­menn í upp­bót­ar­tíma.

For­est er áfram í þriðja sæti deild­ar­inn­ar með 54 stig. Ipswich er í 18. sæti með 17 stig, níu stig­um frá Wol­ves í ör­uggu sæti. 

Úlfarn­ir fjar­lægj­ast fallsvæðið

Úlfarn­ir lögðu botnlið Sout­hampt­on að velli, 2:1, á suður­strönd­inni í dag.

Norðmaður­inn Jør­gen Strand Lar­sen skoraði bæði mörk Wol­ves en Paul Onuachu skoraði mark Dýr­ling­anna.

Wol­ves er í 17. sæti með 26 stig en Sout­hampt­on er á botn­in­um með níu stig.

Að lok­um skildu Evert­on og West Ham jöfn, 1:1, á Good­i­son Park í dag.

Tom­as Soucek kom West Ham yfir á 67. mín­útu en Jake O’Brien jafnaði met­in fyr­ir heima­menn í upp­bót­ar­tíma.

Evert­on er í 14. sæti með 34 stig, jafn­mörg stig og West Ham sem er í 16. sæti á verri marka­tölu

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert