Van Dijk svarar Rooney

Virgil van Dijk.
Virgil van Dijk. AFP/Oli Scarff

Wayne Rooney, fyrrum leikmaður enska landsliðsins og Manchester United, gagnrýndi Virgil van Dijk fyrirliða Liverpool eftir tap liðsins gegn PSG í Meistaradeild Evrópu í vikunni.

Leikurinn endaði 1:0 en fyrri leikur liðanna endaði 1:0 fyrir Liverpool svo leikurinn var framlengdur og fór svo í vítaspyrnukeppni sem Liverpool tapaði 4:1.

Rooney kallaði Hollendinginn latan þegar hann ræddi markið sem Liverpool fékk á sig í tapleiknum.

„Þeir eru að reyna að pressa boltann og van Dijk verður latur.  Ef þú horfir á hann þá sérðu að hann er að labba og gefur Dembele pláss. Allt sem hann þurfti að gera var að elta hann því hann var eini möguleiki PSG en hann gerir það ekki,“ sagði Rooney um markið.

„Einhver sagði mér frá þessu,“ sagði van Dijk um ummæli Rooney og hélt áfram:

„Ég held að á þessu augnabliki hafi ég verið að hjálpa Andrew Robertson (vinstri bakverði Liverpool) og segja honum loka út og ég loki inn á völlinn. Ef honum fannst þetta vera leti þá er það hans skoðun,“ sagði van Dijk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert