Fulham fékk Tottenham í heimsókn í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu í dag. Leikar enduðu með 2:0-sigri heimamanna.
Bæði mörkin komu í síðari hálfleik en Rodrigo Muniz skoraði fyrra markið og gamli Tottenham-maðurinn Ryan Sessegnon það seinna.
Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samstarfi við Símann Sport.