Rasmus Højlund og Alejandro Garnacho skoruðu báðir eftir langa bið þegar United sigraði Leicester City 3:0 á útivelli í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu í kvöld.
Þetta var fyrsta mark Höjlunds í 22 leikjum í deildinni og fyrsta mark Garnacho í 24 leikjum.
Bruno Fernandes lagði bæði mörkin upp og skoraði svo sjálfur þriðja mark liðsins eftir flottan undirbúning frá Diogo Dalot.
Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samstarfi við Símann Sport.