Komnir í Evrópuslaginn fyrir alvöru

Brasilíski framherjinn Rodrigo Muniz fagnar eftir að hafa komið Fulham …
Brasilíski framherjinn Rodrigo Muniz fagnar eftir að hafa komið Fulham yfir gegn Tottenham í dag. AFP/Ben Stansall

Ful­ham lagði Totten­ham að velli í Lund­úna­slag í ensku úr­vals­deild­inni í knatt­spyrnu í dag, 2:0, á Cra­ven Cotta­ge-leik­vang­in­um á bökk­um Thames-ár­inn­ar.

Staðan var marka­laus fram á 78. minútu þgar Rodrigo Mun­iz kom Ful­ham yfir eft­ir send­ingu frá Andreas Pereira og Ryan Sessegnon bætti við marki með hörku­skoti tíu mín­út­um síðar.

Ful­ham fór upp fyr­ir Ast­on Villa og Bour­nemouth í átt­unda sæti deild­ar­inn­ar með 45 stig og er því fullri ferð í bar­áttu um Evr­óp­u­sæti. Totten­ham sit­ur áfram í þrett­ánda sæt­inu með 34 stig og gæti sigið sæti neðar í kvöld ef Manchester United nær í stig í Leicester.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert