Fulham lagði Tottenham að velli í Lundúnaslag í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag, 2:0, á Craven Cottage-leikvanginum á bökkum Thames-árinnar.
Staðan var markalaus fram á 78. minútu þgar Rodrigo Muniz kom Fulham yfir eftir sendingu frá Andreas Pereira og Ryan Sessegnon bætti við marki með hörkuskoti tíu mínútum síðar.
Fulham fór upp fyrir Aston Villa og Bournemouth í áttunda sæti deildarinnar með 45 stig og er því fullri ferð í baráttu um Evrópusæti. Tottenham situr áfram í þrettánda sætinu með 34 stig og gæti sigið sæti neðar í kvöld ef Manchester United nær í stig í Leicester.