Newcastle er deildabikarmeistari - fyrsti titill í 70 ár

Newcastle er enskur deildabikarmeistari í fyrsta skipti í sögunni eftir verðskuldaðan sigur á Liverpool í úrslitaleik keppninnar á Wembley-leikvanginum í London, 2:1.

Þetta er fyrsti stóri titill Newcastle í heil 70 ár og fögnuður leikmanna og stuðningsfólks var gríðarlegur þegar flautað var til leiksloka.

Eftir tiltölulega tíðindalítinn fyrri hálfleik þar sem Newcastle var sterkari aðilinn skoraði varnarmaðurinn Dan Burn fyrir Newcastle á lokamínútunni með skalla eftir hornspyrnu frá Kieran Trippier, 1:0.

Stuðningsfólk Newcastle fagnar í leikslok - deildabikarinn er þeirra í …
Stuðningsfólk Newcastle fagnar í leikslok - deildabikarinn er þeirra í fyrsta skipti. AFP/Henry Nicholls

Liverpool fékk í kjölfarið sitt fyrsta og eina færi í fyrri hálfleik en Diogo Jota skaut langt framhjá marki Newcastle þegar hann hitti boltann illa rétt utan markteigs.

Newcastle komst síðan í 2:0 á 53. mínútu þegar Tino Livramento sendi fyrir mark Liverpool frá vinstri, Jacob Murphy skallaði boltann fyrir fætur Alexanders Isaks sem afgreiddi boltann í vinstra hornið.

Leikmenn Liverpool fagna eftir að Dan Burn kom þeim yfir.
Leikmenn Liverpool fagna eftir að Dan Burn kom þeim yfir. AFP/Henry Nicholls

Engu munaði að Newcastle skoraði þriðja markið á 64. mínútu þegar Caoimhín Kelleher varði frá Alexander Isak af stuttu færi. Newcastle var þarna orðið mun líklegra til að bæta við mörkum en Liverpool að minnka muninn.

Liverpool náði loks upp einhverjum sóknarþunga á lokakafla leiksins en skapaði sér engin opin færi gegn baráttuglöðum leikmönnum Newcastle.

Muhamed Salah og Dan Burn í baráttu á Wembley í …
Muhamed Salah og Dan Burn í baráttu á Wembley í dag. AFP/Henry Nicholls


En á fjórðu mínútu uppbótartímans, af átta, fékk Federico Chiesa boltann í gegnum miðja vörn Newcastle frá Harvey Elliott og minnkaði muninn í 2:1. Markið var fyrst dæmt af vegna meintrar rangstöðu, en síðan kom í ljós að það var ekki rétt og markið stóð.

Newcastle tókst að standa síðustu mínúturnar af sér og Liverpool fékk ekki færi til að jafna metin.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Aðrir virkir leikir

Leicester 0:3 Man. United opna
90. mín. Bruno Fernandes (Man. United) skorar 0:3 - Dalot setti varnarmann Leicester í grasið með einföldum skærum, sendi svo glæsilega fyrirgjöf á fyrirliðann í d-boganum sem sendi boltann með hægri fæti í fyrstu snertingu í vinstra hornið.

Leiklýsing

Liverpool 1:2 Newcastle opna loka
90. mín. Liverpool VAR +3 Chiesa sleppur í gegn og skorar fyrir Liverpool en markið er dæmt af vegna rangstöðu. En er það ekki löglegt?
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert