Missir af landsleikjunum

Cole Palmer hafði ekki misst úr leik með Chelsea í …
Cole Palmer hafði ekki misst úr leik með Chelsea í tæplega eitt ár fyrir leikinn í dag. AFP/Justin Tallis

Allt útlit er fyrir að Cole Palmer, leikmaður Chelsea, missi af fyrstu tveimur leikjum Englands í undankeppni heimsmeistaramóts karla í knattspyrnu.

Enzo Maresca, knattspyrnustjóri Chelsea, skýrði frá því fyrir leikinn gegn Arsenal í dag að Palmer hefði meiðst á æfingu en hann tók ekki þátt í leiknum af þeim sökum. Um vöðvatognun væri að ræða.

„Hann fer í myndatöku í fyrramálið," sagði Maresca en England leikur við Albaníu og Lettland í undankeppni HM á Wembley 21. og 24. apríl.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert