Thomas Tuchel, nýjum landsliðsþjálfara enska karlalandsliðsins, finnst hann þurfa að vinna inn réttinn til að syngja enska þjóðsönginn.
„Ég held að fyrst og fremst eigið þið mjög kraftmikinn, tilfinningaþrunginn og merkingarbæran þjóðsöng, og ég gæti ekki verið stoltari af því að standa á hliðarlínunni og vera yfir enska landsliðinu. Það þýðir mjög mikið fyrir mig, ég get fullvissað ykkur um það,“ sagði Tuchel við enska blaðamenn.
„En ég get fundið fyrir því, vegna þess að þjóðsöngurinn er svo merkingarbær, tilfinningaþrunginn og kraftmikill að ég verð að vinna mér inn réttinn til að syngja hann,“ bætti Tuchel við.
Tuchel tók við sem landsliðsþjálfari í byrjun árs en enska landsliðið mun mæta Albaníu og Lettlandi á heimavelli í undankeppni HM 21. og 24. mars.