Við verðskulduðum þetta tap

Arne Slot hughreystir fyrirliðann Virgil van Dijk í leikslok á …
Arne Slot hughreystir fyrirliðann Virgil van Dijk í leikslok á Wembley í dag. AFP/Henry Nicholls

Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að sigur Newcastle í úrslitaleik deildabikarsins á Wembley í dag hafi verið verðskuldaður.

Newcastle var mun sterkari aðilinn meirihluta leiksins og sigraði 2:1 en mark Liverpool kom í uppbótartíma.

„Úrslitin eru vonbrigði og frammistaðan er vonbrigði. Tilfinningin er allt önnur en eftir leikinn við París SG en ég held að þetta sé í fyrsta sinn sem við töpum tveimur leikjum í röð," sagði Slot eftir leikinn.

„En það er líka hluti af því að nú er langt liðið á tímabilið og við mætum tveimur mjög góðum liðum, París SG og Newcastle. Mjög erfiðum liðum, hvoru á sinn háltt, og með ólíkan stíl. Við vissum frá leliknum á St. James' Park í vetur (sem endaði 3:3) hversu erfitt er að sigra Newcastle.

Þetta var erfið vika, en samt jukum við forskot okkar úr tíu stigum í tólf svo þetta var ekki allt neikvætt. En síðustu tveir leikirnir eru ekki það sem við viljum sjá," sagði Slot.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert