Breytingar á enska landsliðshópnum

Morgan Gibbs-White.
Morgan Gibbs-White. AFP/Oli Scarff

Morgan Gibbs-White, leikmaður Nottingham Forest, hefur verið kallaður inn í leikmannahóp enska landsliðsins í fótbolta fyrir leikina tvo gegn Albaníu og Lettlandi í K-riðli undankeppni HM 2026.

Þetta tilkynnti enska knattspyrnusambandið á heimasíðu sinni en Gibbs-White, sem er 25 ára gamall, kemur inn í hópinn fyrir Cole Palmer sem er að glíma við meiðsli.

Gibbs-White hefur skorað fimm mörk og lagt upp önnur sjö til viðbótar í 25 leikjum í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu en alls á hann að baki tvo A-landsleiki fyrir England. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert