Skelfileg tölfræði Mohamed Salah

Mohamed Salah.
Mohamed Salah. AFP/Henry Nicholls

Egypski knattspyrnumaðurinn átti ekki sinn besta dag þegar Liverpool mætti Newcastle í úrslitaleik enska deildabikarsins í fótbolta á Wembley í Lundúnum í gær.

Leiknum lauk með sigri Newcastle, 2:1, en Mohamed Salah var í byrjunarliði Liverpool í leiknum og lék allan leikinn á hægri kantinum.

Salah átti hvorki skot á mark Newcastle í leiknum og þá tókst honum ekki heldur að skapa marktækifæri fyrir liðsfélaga sína.

Þetta var í fyrsta sinn, frá því að hann gekk til liðs við Liverpool sumarið 2017, sem honum mistekst að eiga skot á mark andstæðinganna eða búa til færi fyrir samherjana í leik þar sem hann spilar yfir 90 mínútur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert