Spænski knattspyrnumaðurinn Nico Williams er á óskalista Arsenal og Bayern München fyrir sumarið.
Það er þýski miðillinn Bild sem greinir frá þessu en Williams, sem er 22 ára gamall, er samningsbundinn uppeldisfélagi sínu Athletic Bilbao í heimalandinu.
Hann var í stóru hlutverk hjá Spánverjum þegar liðið varð Evrópumeistari í Þýskalandi síðasta sumar.
Alls á hann að baki 159 leiki fyrir Bilbao þar sem hann hefur skorað 29 mörk og lagt upp önnur 28 til viðbótar en hann hefur skorað fjögur mörk og lagt upp önnur fimm til viðbótar í 24 leikjum í spænsku 1. deildinni á tímabilinu.
Williams er samningsbundinn Bilbao út keppnistímabilið 2026-27 en hann kostar í kringum 75 milljónir punda.