Enska knattspyrnufélagið Arsenal hyggst senn hefja formlegar viðræður við enska kantmanninn Bukayo Saka um framlengingu á samningi hans.
Saka, sem er 23 ára gamall, er samningsbundinn uppeldisfélaginu til sumarsins 2027 en vilja forráðamenn Arsenal ólmir halda honum lengur að því er breska ríkisútvarpið greinir frá.
Alvarleg meiðsli aftan á læri hafa komið í veg fyrir þátttöku Saka með liðinu frá því í desember en hann hefur verið lykilmaður hjá Arsenal allt frá því Mikel Arteta tók við sem knattspyrnustjóri í lok ársins 2019.