Ekki enn búinn að draga sig úr hópnum

Cole Palmer í leik með Chelsea.
Cole Palmer í leik með Chelsea. AFP/Justin Tallis

Enska knattspyrnusambandið skýrir frá því á heimasíðu sinni í dag að Cole Palmer sé ekki formlega búinn að draga sig úr enska landsliðshópnum fyrir leiki gegn Albaníu og Lettlandi í undankeppni HM 2026 á næstu dögum.

Palmer missti af síðasta leik Chelsea, 1:0-tapi fyrir Arsenal í ensku úrvalsdeildinni, um síðustu helgi eftir að hafa meiðst á æfingu og Morgan Gibbs-White, sóknartengiliður Nottingham Forest, var kallaður inn í leikmannahópinn í gær.

Af þeim sökum var talið að Palmer væri búinn að draga sig úr hópnum en samkvæmt enska knattspyrnusambandinu er hann enn hjá Chelsea, þar sem læknateymi félagsins mun skoða betur meiðsli Palmers.

Í framhaldinu má vænta frétta af því hvort hann geti tekið þátt eða neyðist til þess að draga sig úr hópnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert