United tilbúið að borga rúmlega sjö milljarða

Frenkie De Jong.
Frenkie De Jong. AFP/Patricia De Melo

Forráðamenn enska knattspyrnufélagsins Manchester United eru tilbúnir að borga 50 milljónir evra fyrir hollenska miðjumanninn Frenkie de Jong en það samsvarar rúmlega sjö milljörðum íslenskra króna.

Það er spænski miðillinn El Nacional sem greinir frá þessu en de Jong, sem er 27 ára gamall, er samningsbundinn Barcelona á Spáni.

Hann hefur verið orðaður við brottför frá Barcelona undanfarna mánuði en samningur hans við spænska félagið rennur út sumarið 2026.

Miðjumaðurinn hefur einnig verið orðaður við Liverpool og Manchester City að undanförnu en hann á að baki 55 A-landsleiki fyrir Holland.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert