Mauricio Pochettino, þjálfari bandaríska karlalandsliðsins í knattspyrnu, viðurkennir að hann vilji snúa aftur til Tottenham Hotspur einn daginn.
Hjá Tottenham var Pochettino knattspyrnustjóri frá 2014 til 2019. Undir stjórn hans hafnaði liðið í öðru sæti í ensku úrvalsdeildinni árið 2016, í Meistaradeild Evrópu árið 2019 og enska deildabikarnum árið 2015.
„Þegar ég yfirgaf félagið minnist ég ávallt eins viðtals þar sem ég sagði að ég vildi gjarna koma aftur til Tottenham einn daginn. Ég er í Bandaríkjunum þannig að ég ætla ekki að tala um það núna.
En það sem ég sagði þá upplifi ég enn í hjarta mér fimm eða sex árum síðar. Já, ég myndi vilja koma aftur einn daginn,“ sagði Pochettino í samtali við Sky Sports.
Bætti Argentínumaðurinn við að hann ætti enn gott samband við Daniel Levy, stjórnarformann Tottenham, þó Levy hafi rekið Pochettino á sínum tíma.