Hafnaði Hömrunum – Barcelona áhugasamt

Angel Gomes fagnar marki í leik með Lille.
Angel Gomes fagnar marki í leik með Lille. AFP/Sameer Al-Doumy

Enski knattspyrnumaðurinn Angel Gomes, liðsfélagi Hákons Arnar Haraldssonar hjá Lille í Frakklandi, hefur hafnað samningstilboði West Ham United.

The Guardian greinir frá því að Gomes, sem er samningslaus í sumar, hafi hafnað tilboði Hamranna sem hljóðaði upp á 100.000 pund á viku, sem jafngildir 17,3 milljónum íslenskra króna.

Gomes vill hærri laun og eru ekki taldar miklar líkur á því að hann samþykki að fara til West Ham, en knattspyrnustjóri liðsins Graham Potter er mikill aðdáandi miðjumannsins smáa en knáa.

Í umfjöllun The Guardian segir einnig að spænska stórliðið Barcelona sé áhugasamt um að semja við enska landsliðsmanninn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert