Alisson dregur sig úr landsliðshópnum

Alisson Becker.
Alisson Becker. AFP/Oli Scarff

Alisson Becker, markvörður enska knattspyrnufélagsins Liverpool, fór meiddur af velli í nótt þegar Brasilía lagði Kólumbíu í undankeppni HM 2026 í Federal District.

Alisson lenti í samstuði við Davinson Sánchez, varnarmann Kólumbíu, á 78. mínútu og þurfti að fara af velli vegna heilahristings.

Hann hefur nú dregið sig úr brasilíska landsliðshópnum og verður því ekki með brasilíska landsliðinu þegar liðið mætir Argentínu á miðvikudaginn í næstu viku.

Alisson er samningsbundinn Liverpool á Englandi eins og áður sagði en næsti leikur liðsins er gegn Everton í 30. umferð ensku úrvalsdeildarinnar, miðvikudaginn 2. apríl.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert