Millie Turner, leikmaður kvennaliðs Manchester United, skrifaði í dag undir nýjan þriggja ára samning við Manchester United. Mesta athygli vakti sérstakur gestur hennar við undirskriftina.
Turner tók nefnilega hundinn sinn, Pongo, með sér og fékk hann að sitja fyrir á myndum með eiganda sínum.
These photos are EVERYTHING 😍🐶#MUWomen pic.twitter.com/ZPdiz54Lzu
— Manchester United Women (@ManUtdWomen) March 21, 2025
Í færslu sem Man. United birti á X-aðgangi félagsins var greint frá því að starfsfólk félagsins hafi haldið að hún væri að grínast þegar Turner tjáði því að hún myndi taka Pongo með sér í tilefni undirskriftarinnar.
Svo var þó ekki eins og sjá má á meðfylgjandi ljósmyndum. Man. United tilkynnti um leið að Pongo hafi fengið ævilangan samning hjá félaginu.
We are delighted to announce the signing of Pongo on a lifetime contract 🐶❤️
— Manchester United Women (@ManUtdWomen) March 21, 2025
A special thanks to @MillieTurner_ for accompanying him on this special day 😅✍️#MUWomen pic.twitter.com/2UA5LK2Cze