Thomas Tuchel, þjálfari enska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur tekið ákvörðun um hvaða þrír leikmenn verða utan hóps þegar liðið mætir Albaníu í undankeppni HM 2026 á Wembley í kvöld.
Um fyrsta leik Tuchel við stjórnvölinn verður að ræða. Hann valdi 26-manna hóp fyrir verkefnið en aðeins mega 23 leikmenn vera í hópnum á leikdegi.
Breska ríkisútvarpið skýrir frá því að Morgan Gibbs-White, miðjumaður Nottingham Forest, Jarell Quansah, varnarmaður Liverpool, og Aaron Ramsdale, markvörður Southampton, séu leikmennirnir þrír sem verða utan hóps í kvöld.