Arsenal og Liverpool berjast um Svíann

Alexander Isak.
Alexander Isak. AFP/Glyn Kirk

Ensku knattspyrnufélögin Arsenal og Liverpool ætla sér að berjast um sænska framherjann Alexander Isak í sumar. 

Isak, sem er framherji deildabikarsmeistara Newcastle, er mjög eftirsóttur af liðunum tveimur sem eru í efstu tveimur sætum ensku úrvalsdeildarinnar. 

Isak hefur skorað 23 mörk og lagt upp fimm í 33 leikjum á tímabilinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert