Thomas Tuchel, þjálfari enska karlalandsliðsins í fótbolta, hrósaði Myles Lewis-Skelly undrabarni Arsenal í hástert eftir frammistöðu hans í gærkvöldi.
Lewis-Skelly, sem er aðeins 18 ára, lék sinn fyrsta landsleik fyrir England gegn Albaníu í 2:0-sigri á Wembley. Hann skoraði fyrra mark Englands.
„Hann er svo mikill karakter. Hann var frábær á æfingum og er afskaplega fyndinn. Hann er með svo mikið sjálfstraust. Það sem hann gerir, bæði á vellinum og utan vallar, er svo eðlilegt, hann er með svo náttúrulegt sjálfstraust,“ sagði Tuchel eftir leik.