Alisson, markvörður enska knattspyrnuliðsins Liverpool, verður klár í slaginn með Liverpool eftir landsleikjahléið þrátt fyrir að hafa dregið sig úr brasilíska landsliðshópnum.
Alisson lenti í samstuði við Davinson Sánchez, varnarmann Kólumbíu, í 2:1-sigri Brasilíu í undankeppni fyrir HM í fótbolta og þurfti að fara af velli vegna heilahristings aðfaranótt föstudags.
Hann dró sig í kjölfarið úr hópnum og voru efasemdir um alvarleika meiðslanna. Hann staðfesti hins vegar að hann yrði með Liverpool í byrjun apríl, eða eftir landsleikjahléið.