Peter Crouch skoraði bæði mörk goðsagnaliðs Liverpool í 2:0-sigri gegn Chelsea í góðgerðarleik á Anfield í gær.
Bæði mörkin komu í síðari hálfleik en í fyrra markinu sýndi Crouch að hann hefur engu gleymt þegar hann skoraði með glæsilegum skalla. Hann fagnaði síðan markinu með vélmennafagninu sem hann var þekktur fyrir.
Eiður Smári Guðjohnsen var í goðsagnaliði Chelsea og spilaði síðasta hálftíma leiksins.
Hér fyrir neðan má sjá glæsilegt skallamark Crouch.
The finish and THAT celebration 🤖@AXA | #Ad pic.twitter.com/i7xRP1o6Yz
— Liverpool FC (@LFC) March 22, 2025