Hefur engu gleymt á Anfield (myndskeið)

Peter Crouch fagnar öðru marki sínu í gær.
Peter Crouch fagnar öðru marki sínu í gær. Ljósmynd/Liverpool FC

Peter Crouch skoraði bæði mörk goðsagnaliðs Liverpool í 2:0-sigri gegn Chelsea í góðgerðarleik á Anfield í gær.

Bæði mörkin komu í síðari hálfleik en í fyrra markinu sýndi Crouch að hann hefur engu gleymt þegar hann skoraði með glæsilegum skalla. Hann fagnaði síðan markinu með vélmennafagninu sem hann var þekktur fyrir.

Eiður Smári Guðjohnsen var í goðsagnaliði Chelsea og spilaði síðasta hálftíma leiksins.

Hér fyrir neðan má sjá glæsilegt skallamark Crouch.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert