Fær grænt ljós eftir tæklinguna hræðilegu

Jean-Philippe Mateta þurfti súrefni eftir tæklinguna ljótu.
Jean-Philippe Mateta þurfti súrefni eftir tæklinguna ljótu. AFP/Glyn Kirk

Franski knatt­spyrnumaður­inn Jean-Phil­ippe Mateta, sókn­ar­maður Crystal Palace, hef­ur fengið grænt ljós frá lækn­um til að snúa aft­ur á völl­inn í kjöl­far þess að hafa meiðst illa eft­ir hræðilega tæk­lingu Liam Roberts, markv­arðar Millwall, í bikarleik liðanna.

Mateta fékk djúp­an skurð við vinstra eyrað og þurfti að sauma 25 spor. Roberts fékk rautt spjald eft­ir aðkomu VAR-dóm­ara og var svo úr­sk­urðaður í sex leikja bann fyr­ir brotið grófa.

At­vikið átti sér stað í byrj­un mánaðar­ins þegar Palace sló Millwall úr leik í ensku bik­ar­keppn­inni og má franski sókn­ar­maður­inn snúa aft­ur þegar liðið mæt­ir ná­grönn­um sín­um í Ful­ham í átta liða úr­slit­um keppn­inn­ar næst­kom­andi laug­ar­dag.

Sky Sports grein­ir frá því að Mateta þurfi að spila með sér­staka grímu á meðan sárið við eyrað grær.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert