Thomas Tuchel, þjálfari enska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur gert nokkrar breytingar á leikmannahópi sínum fyrir leik liðsins gegn Lettlandi í undankeppni HM 2026 á Wembley í Lundúnum í kvöld.
Í síðasta leik, 2:0-sigri á Albaníu á Wembley, voru Morgan Gibbs-White, Jarell Quansah og Aaron Ramsdale utan 23-manna hóps en Tuchel valdi alls 26 leikmenn til æfinga.
Á fréttamannafundi í gær tilkynnti Tuchel að Gibbs-White og Quansah komi inn í leikmannahópinn fyrir Tino Livramento, sem var ónotaður varamaður gegn Albaníu, og Anthony Gordon sem dró sig úr hópnum vegna meiðsla.
Ramsdale er áfram utan hóps.