Hrósar nýja landsliðsþjálfaranum

Harry Kane þakkar stuðningsmönnum fyrir komuna.
Harry Kane þakkar stuðningsmönnum fyrir komuna. AFP/Glyn Kirk

Harry Kane er mjög ánægður með nýja þjálfara enska landsliðsins í knattspyrnu, Þjóðverjann Thomas Tuchel. 

Kane, sem er fyrirliði landsliðsins, skoraði í fyrstu tveimur leikjum Tuchels en England vann Lettland, 3:0, í kvöld og Albaníu, 2:0, síðasta föstudagskvöld. 

„Tuchel er frábær. Hann er strax búinn að koma sér vel fyrir og það er mjög ánægjulegt að hafa hann sem þjálfara,“ sagði Kane meðal annars við ITV en Tuchel fékk hann einmitt til Bayern München sumarið 2023. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert