Íhugar framtíð sína í Liverpool

Jarrad Branthwaite, númer 32, stekkur manna hæst.
Jarrad Branthwaite, númer 32, stekkur manna hæst. AFP/Paul Ellis

Jarrad Branthwaite, lykilmaður í vörninni hjá enska knattspyrnufélaginu Everton, ætlar að íhuga framtíð sína hjá félaginu eftir að hafa ekki komist i enska landsliðið. 

Þetta kemur fram í frétt SkySports en Branthwaite komst ekki í fyrsta landsliðshóp nýja þjálfarans Thomas Tuchel. 

Dan Burn, 32 ára gamli varnarmaður Newcastle, var í hópnum í fyrsta sinn í staðinn, en fyrir þetta verkefni var Branthwaite á undan oum í röðinni. 

Branthwaite var lengi orðaður við Manchester United í sumar en hann er 22 ára gamall og með efnilegri miðvörðum Englands. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert