Kanadíski knattspyrnumaðurinn Jonathan David, framherji franska félagsins Lille, veit ekki hvar hann mun spila á næsta tímabili.
Þetta sagði hann í samtali við CBS eftir sigur Kanada á Bandaríkjunum í gærkvöldi, 2:1.
David hefur skorað 23 mörk og lagt upp tíu í 41 leik fyrir Lille á tímabilinu en hann er liðsfélagi landsliðsmannsins Hákons Arnar Haraldssonar.
Hann hefur lengi vel verið orðaður við lið í ensku úrvalsdeildinni og gat ekki staðfest hvar hann myndi spila á næsta tímabili.
„Ég veit ekki hvort ég verð áfram eða fer frá Lille. Ef ég fer frá félaginu, þá verð ég að ýta mér á allra hæsta stig fótboltans,“ svaraði David.