Tvö sjálfsmörk leikmanns Liverpool í sama leik

Jasmine Matthews.
Jasmine Matthews. Ljósmynd/Liverpool

Jasmine Matthews, leikmaður Liverpool, vill eflaust gleyma leik sínum gegn Arsenal í ensku A-deildinni í knattspyrnu kvenna sem fyrst eftir að hún skoraði tvö sjálfsmörk í 4:0-sigri Arsenal á laugardag.

Matthews varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net á 29. og 69. mínútu. Hún kom andstæðingum sínum þá í 2:0 og svo 4:0.

Caitlin Foord og Mariona Caldentey skoruðu hin mörk Arsenal, sem er í öðru sæti deildarinnar með 39 stig, átta á eftir toppliði Chelsea.

Liverpool er í sjötta sæti með 21 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert