Besti 15 ára strákur landsins

Max Dowman á æfingu með aðalliði Arsenal.
Max Dowman á æfingu með aðalliði Arsenal. Ljósmynd/Arsenal

Unglingastarf enska knattspyrnufélagsins Arsenal hefur heldur betur skilað sér á þessu tímabili með komu Ethan Nwaneri og Myles Lewis-Skelly in í aðalliðið. 

Leikmennirnir tveir hafa verið í miklu hlutverki hjá Arsenal en báðir eru 18 ára. 

Þá var Lewis-Skelly valinn í enska landsliðið í fyrsta sinn og skoraði í frumraun sinni á fimmtudaginn var. Nwaneri skoraði sömuleiðis fyrir U21 árs landsliðið í gær.

Þá er einn annar spennandi leikmaður í myndinni hjá Arsenal sem hefur mikið verið að æfa með aðalliðinu, hinn 15 ára gamli Max Dowman. 

Declan Rice, einn af lykilmönnum Arsenal og enska landsliðsins, var spurður út í Dowman af breska ríkisútvarpinu. Þar sparaði hann ekki stóru orðin. 

„Hann er besti fimmtán ára strákur landsins. Þegar þú ert 15 ára gamall er enn langt í land. Þá verður þú að vera hungraður og halda áfram að bæta þig. 

Ég tala mikið við Max og hann á góða fjölskyldu að. Hann er ótrúlegur,“ svaraði Rice. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert