Búinn að samþykkja tilboð Real Madríd?

Trent Alexander-Arnold í leik með Liverpool.
Trent Alexander-Arnold í leik með Liverpool. AFP/Paul Ellis

Enski knattspyrnumaðurinn Trent Alexander-Arnold, hægri bakvörður Liverpool, er sagður hafa samþykkt samningstilboð Real Madríd. Samningur Alexander-Arnold við Liverpool rennur út í sumar og getur hann því farið annað á frjálsri sölu.

Sky Sports í Sviss greinir frá því að Alexander-Arnold hafi gefið Real Madríd munnlegt samþykki og sé reiðubúinn að skrifa undir langtímasamning sem mun færa honum töluverða launahækkun.

Fengi Alexander-Arnold 13 milljónir punda í árslaun, 2,2 milljarða íslenskra króna, í árslaun auk frammistöðutengda bónusa og háa fjárhæð við undirskrift samningsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert