Fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Joey Barton hefur verið fundinn sekur um að hafa ráðist á eiginkonu sína.
Sky segir frá.
Barton, sem er 42 ára gamall, fékk 12 vikna skilorðsbundinn dóm. Hann mun því ekki fara í fangelsi nema hann fremji annað brot.
Barton var ákærður fyrr á árinu fyrir líkamsárás í garð eiginkonu sinnar Georgiu og sparkaði meðal annars í höfuð hennar.
Atvikið sem um ræðir átti sér stað á heimili þeirra í Kew í Lundúnum í júní árið 2021.