Njósnarar enska knattspyrnufélagsins Manchester United voru mættir á leik enska U19 ára karlaliðsins síðasta laugardagskvöld til að fylgjast með Tyler Dibling sóknarmanni Southampton.
DailyMail segir frá en England gerði markalaust jafntefli við jafnaldra sína frá Tyrklandi í undankeppni EM.
Dibling, sem er 19 ára gamall, hefur skorað fjögur mörk og gefið tvær stoðsendingar í 30 leikjum með Southampton á tímabilinu og er eftirsóttur af mörgum liðum.