Tíu leikmenn á förum frá Manchester

Ruben Amorim.
Ruben Amorim. AFP/Darren Staples

Forráðamenn enska knattspyrnufélagsins Mancehster United ætla sér að losa sig við að minnsta kosti tíu leikmenn í sumar.

Það er Manchester Evening News sem greinir frá þessu en United situr sem stendur í 13. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 37 stig eftir 29 umferðir.

Christian Eriksen og Victor Lindelöf verða báðir samningslausir í sumar og mun félagið ekki endursemja við þá. 

Marcus Rashford, Antony og Jadon Sancho eru allir til sölu, sem og Casemiro. Þá eru þeir þeir Jonny Evans og Tem Heaton báðir á förum.

Ef United tekst ekki að komast í Evrópukeppni á næstu leiktíð þá gæti félagið þurft að selja fleiri leikmenn.

Ruben Amorim vill styrkja hópinn með nýjum leikmönnum og það er því mikið undir í lokaleikjum tímabilsins hjá United.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert