Atlético Madríd hefur mikinn áhuga á því að festa kaup á argentínska knattspyrnumanninum Cristian Romero, miðverði Tottenham Hotspur, í sumar.
Sky Sports greinir frá.
Romero, sem er 27 ára, á rúm tvö ár eftir af samningi sínum við Tottenham en hann var keyptur á 43 milljónir punda frá Atalanta á Ítalíu sumarið 2022.
Samkvæmt Sky Sports gæti Tottenham freistast að selja Romero til Madrídar fari svo að hann skrifi ekki undir nýjan samning á næstunni.